Forsíða

Gen.is er upplýsingavefur um erfðafræði, erfðaráðgjöf og arfgenga sjúkdóma. Á vefnum er orðalisti þar sem ensk orð og hugtök varðandi erfðafræði og arfgenga sjúkdóma eru þýdd á íslensku. Eigandi og árbyrgðarmaður eru Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi.

Athuga ber að þó svo upplýsingar á vefnum séu aðeins hafðar eftir áreiðanlegum heimildum, er honum ekki ætlað að koma í stað upplýsinga frá viðeigandi heilbrigðisstarfsfólki.

Eigendur doktor.is og læknar á Greiningarstöð hafa góðfúslega veitt leyfi til að birta upplýsingar þaðan.

Oft eru litlar upplýsingar til um arfgenga sjúkdóma, sérstaklega sjaldgæfa sjúkdóma og því væri gott að fá ábendingar um slíkt efni til vefstjóra á gen@gen.is. Eins ef eitthvað má betur fara og uppástungur um efni á vefinn.