BRCA2 genið

Um það bil þriðjungur allra Íslendinga fær eitthvert krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni en meirihlutinn eftir miðjan aldur. Krabbamein hjá þeim sem eru yngri en 40 ára eru fátíð. 

Á hverju ári greinast um 230 konur með brjóstakrabbamein á Íslandi. Af þeim má búast við að 5-10% séu með einhverja meinvaldandi breytingu í erfðaefni – þar af um 4% með íslensku BRCA2breytinguna sem kölluð hefur verið 999del5.Þekking á erfðaþáttum sem auka áhættu á brjóstakrabbameini hefur um árabil verið nýtt í tengslum við erfðaráðgjöf, skimun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir krabbamein eða greina það snemma. Enn er verulegur hluti fjölskyldulægrar áhættu óútskýrður en frekari þekking mun skila sér í markvissari og öflugri aðferðum í baráttunni við þessa algengur og alvarlegu sjúkdóma. 

BRCA2, íslenska landnemabreytingin
BRCA (BReast CAncer) genin eru tvö, BRCA1og BRCA2BRCA1genið fannst á undan (1994) og BRCA2 skömmu seinna (1996). Í báðum genunum, BRCA1og BRCA2, eru þekktar fjölmargar breytingar sem eru misalvarlegar. Hér á landi er þekktust ein breyting í BRCA2 geni – sú er kölluð 999del5 en fræðilega heitið er annað: NM_000059.3(BRCA2):c.771_775delTCAAA (p.Asn257Lysfs). Nafnið vísar til þess að þegar 999 stafir hafa verið taldir af geninu, falla út fimm (del5 eða deletion 5). Þessi úrfelling gerir að verkum að það sem eftir er af geninu er ekki lesið rétt eða alls ekki og þá starfar genið ekki rétt. Ástæðan er meðal annars sú að genin eru lesin í 3 stafa bútum og þegar 5 stafir detta út, riðlast textinn sem kemur á eftir. 

Það má kannski skýra svona: „Lóa sem var lík mér var væn mús“

Svo falla 5 stafir út: „Lóa sem var lík mér var væn mús“

og útkoman verður: „Lóa rlí kmé rva rvæ nmú s“ Þessi setning er óskiljanleg og ef þetta væri texti í geni, myndi það ekki starfa rétt, búa til vitlaust prótein eða alls ekki geta búið til prótein. 

Erfðir BRCAgena
Breytingar í BRCAgenum erfast óháð kyni. Sá eða sú sem ber meinvaldandi breytingu í BRCAgeni gefur hana áfram í 50% tilfella til afkvæma sinna en það er í hvert sinn alger tilviljun og engin leið að stjórna því frekar en því hvort barnið er drengur eða stúlka.

Eitt heilt eintak af BRCA2geninu dugar til að starfsemin er í lagi en ef það af einhverjum ástæðum breytist í einhverri frumunni, þá er ekkert starfhæft eintak í þeirri frumu. Oft eru frumur sem eru með skemmt erfðaefni reknar í stýrðan frumudauða en ekki alltaf og ef þessi fruma fær að skipta sér, þá verða til tvær og svo fjórar og svo framvegis. Allar eru þær með samskonar erfðaefni, þ.e. ekkert starfhæft eintak af BRCA2geninu. Þar sem BRCA2genið starfar meðal annars við að leiðrétta villur í erfðaefninu, verða til margar frumur með óstarfhæfu erfðaefni, ef það starfar ekki rétt og villur safnast upp. Sumar þeirra eru þess eðlis að frumurnar fara að vaxa stjórnlaust og þá verður til æxli sem getur orðið að krabbameini.

Engin krabbamein eða vandamál á barnsaldri eru tengd breytingunni og ekki þarf að erfðaprófa börn.

Krabbamein og BRCA
Meinvaldandi breytingar í bæði BRCA1 og BRCA2, auka áhættu á nokkrum krabbameinum. Kona sem er með meinvaldandi breytingu í BRCA1geni er með auknar líkur á að fá eggjastokka- og brjóstakrabbameini. Ekki er talið að karlar sem hafa breytingu í BRCA1geni, a.m.k. ekki þeim breytingum sem fundist hafa hér á landi, séu með aukna áhættu á að fá blöðruhálskrabbamein. Þeim er eigi að síður boðið eftirlit sem byggir á alþjóðlegum ráðleggingum.  

Mein sem geta fylgt meinvaldandi breytingum í BRCA2geni, þar með talið íslensku landnemabreytingunni, eru fyrst og fremst brjóstakrabbamein og krabbamein í blöðruhálskirtli. Í sumum ættum eru líka eggjastokkakrabbamein, briskrabbamein, húðkrabbamein og mögulega skjaldkirtilkrabbamein. Krabbamein í brjóstum hjá körlum er þekkt í nokkrum ættum. 

Það er hins vegar afar mismunandi eftir ættum hvaða krabbamein finnast. Til eru fjölskyldur þar sem íslenska landnemabreytingin 999del5 í BRCA2 geni finnst og afar lítil krabbameinssýnd er, þ.e.a.s. fáir einstaklingar innan ættarinnar hafa fengið krabbamein. Það eru líka til fjölskyldur 

Með markvissu eftirliti og/eða fyrirbyggjandi aðgerðum er hægt að fækka alvarlegum tilfellum krabbameina hjá arfberum eða koma í veg fyrir þau. 

Eftirlit

Konur sem bera meinvaldandi breytingu í BRCA geni, byrja í eftirliti með brjóstum um 25-29 ára aldur. Eftirlit með eggjastokkum hefst seinna eða um 30 ára aldur (fyrr ef það er sterk saga um eggjastokkamein í fjölskyldunni. Karlar byrja í eftirliti með blöðruhálskirtli 40 ára. Það er mikilvægt fyrir karla að vera í eftirliti því fái þeir krabbamein í blöðruhálskirtil, þarf að bregðast mun hraðar við en hjá þeim sem ekki hafa breytinguna. Einnig er aukin áhætta einstaka karla með BRCA2 breytinguna á því að fá brjóstakrabbamein. Kvensjúkdómalæknar fylgjast með eggjastokkum og þvagfæralæknar með blöðruhálskirtli karla. Í þeim ættum þar sem einstaklingar hafa greinst með briskrabbamein er nánum ættingjum sem bera BRCA2 breytinguna vísað í eftirlit með brisi til meltingasérfræðinga. Það eftirlit hefst við 45 ára aldur.