Orðalisti, þýðingar

Hér eru þýðingar á ýmsum orðum og hugtökum í erfðafræði.

Í fyrri hlutanun er íslenska orðið fyrst og hið enska á eftir. Í seinni hlutanum er þetta öfugt, þ.e. enska orðið er fyrst og hið íslenska á eftir.

Arfberi. Carrier.
Einstaklingur sem að öllu jöfnu hefur ekki einkenni en ber eitt breytt sjúkdómsvaldandi gen. Þegar um er að ræða A-litnings víkjandi sjúkdóma, er arfberi að jafnaði ekki með einkenni. Ef um er að ræða A-litnings ríkjandi sjúkdóma, munu einkenni koma fram seinna á ævinni.

Arfberi fyrir jafna yfirfærslu. Carrier (of a chromosome translocation).
Einstaklingur með jafna yfirfærslu á litningum hefur að öllu jöfnu ekki einkenni vegna þess.

Arfgengt ástand. Hereditary condition.
Einkenni eða ástand sem erfist.

DNA.
Efnasamband sem genin eru búin til úr og inniheldur upplýsingar sem líkaminn þarf til að starfa rétt. 

Egg. 

Hluti móðurinnar í fyrstu frumu barnsins. Eggið inniheldur 23 litninga, annan úr hverju pari af litningum móðurinnar. Eggið sameinast sæðisfrumunni og úr verður fruma með 46 litningum. Barnið þroskast úr þessari fyrstu frumu

Eggjastokkar. Ovary / ovaries.
Líffæri sem framleiðir egg í líkama konunnar. 

Erfðatengt. Genetic.
Hefur með gen að gera eða orsakast af genum.

Erfðaráðgjöf. Genetic counselling.
Upplýsingar og stuðningur fyrir fólk sem hefur áhyggjur af ástandi (sjúkdómi) sem hugsanlega er vegna breytinga í geni/genum/litningum.

Erfðaráðgjafi. Genetic counsellor.
Sérfræðingur sem veitir upplýsingar og stuðning þeim sem áhyggjur hafa af ástandi (sjúkdómi) sem hugsanlega er erfðatengt. 

Erfðarannsókn. Genetic test.
Rannsókn sem getur leitt í ljós hvort um er að ræða breytingu á ákveðnum litningi eða geni. Oftast er um að ræða blóðrannsókn eða sýni úr líkamsvef. Frekari upplýsingar er að finna í bæklingnum Hvað er erfðarannsókn? 

Erfðasjúkdómur. Erfðavandamál. Genetic condition. Sjúkdómur eða einkenni (ástand) sem orsakast af breytingu á litningi eða geni.

Forspárrannsókn. Predictive testing.
Erfðarannsókn vegna sjúkdóms sem hugsanlega kemur fram seinna á ævinni. Þegar erfðarannsókn er gerð vegna sjúkdóms sem mun næstum örugglega koma fram í framtíðinni, er stundum kallað forspárrannsókn.

Fósturgreining. Prenatal diagnosis.
Rannsókn sem gerð er á meðgöngu til að ákvarða hvort fóstur sé með erfðasjúkdóm eða ekki. 

Fósturlát. Miscarriage.
Þegar meðganga endar með fósturláti snemma á meðgöngu, áður en barnið getur lifað utan móðurlífs

Fósturvísir. Embryo.
Fyrsta stig fósturþroskans. Fósturvísirinn verður til úr fyrstu frumunni á fyrstu stigum meðgöngunnar, eftir að sæðisfruman frjóvgar eggið. Fósturvísir lítur ekki út eins og barn en frumurnar munu þroskast í barn með tímanum. Fósturvísar geta vaxið utan legsins fyrstu dagana. 

Frjóvgun. Conception.
Samruni eggs og sæðisfrumu sem myndar fyrstu frumu fóstursins. 

Fruma. Cell.
Líkami mannsins er gerður úr milljónum frumna. Frumur líkamans eru mismunandi að gerð og útliti og hafa mismunandi hlutverk. Allar frumur (nema egg hjá konum og sæðisfrumur hjá korlum)  innihalda tvö eintök af hverju geni. 

Fylgja. Placenta. Fylgjan liggur við vegg legsins á meðgöngu. Fóstrið fær næringu sína úr fylgjunni. Fylgjan verður til úr sama frjóvgaða egginu og fóstrið og hefur því að öllu jöfnu samskonar gen og það. 

Fylgjusýnataka (CVS). Chorionic villus sampling. Rannsókn sem gerð er á meðgöngu. Tekið er lítið sýni úr fylgjunni til að rannsaka litninga eða gen fósturs vegna ákveðinna erfðasjúkdóma. 

Gen. Gene. Upplýsingar sem líkaminn þarfnast til að starfa rétt eru geymdar sem efnasambönd á litningunum. 

Gagnkvæm yfirfærsla. Reciprocal translocation. Þetta heiti er notað um yfirfærslu þar sem tveir bútar brotna af tveim mismunandi litningum og víxla staðsetningu sinni hver við annan.

Innskot. Insertion. Þegar aukabútur af erfðaefni er til staðar á litningi eða geni

Jákvæð niðurstaða.  Positive result. Niðurstaða úr rannsókn sem sýnir að viðkomandi hefur þá breytingu í geni. 

Jöfn yfirfærsla. Balanced translocation. Yfirfærsla þar sem ekkert erfðaefni á litningunum hefur bæst við eða tapast en bygging litninga er breytt. Einstaklingur með jafna yfirfærslu hefur að öllu jöfnu ekki einkenni vegna þess.

Hnakkaþykktarmæling. Nuchal translucency test. Gerð er ómskoðun og mæld stærðin á  vökvafylltu svæði á hnakka barnsins. Ef barnið er með fæðingargalla (t.d. Downs heilkenni), getur hnakkaþykktin verið óeðlileg. 

Kynbundnar erfðir. Sex linked condition. Ástand sem erfist kynbundið. 

Kynbundnar erfðir (X-litnings tengdar erfðir) sjúkdóma eða ástands. X-linked conditions. Arfgengur sjúkdómur sem orsakast af stökkbreytingu (breytingu) í geni á X litningi. X-litnings tengdir sjúkdómar eru t.d. hemophilia, Duchenne muscular dystrophy og fragile X heilkenni. 

Kynlitningar. Sex chromosomes. X-litningur og Y litningur. Kynlitningar ákvarða hvort einstaklingur verður karl eða kona. Konur eru með tvo X litninga. Karlar eru með einn X litning og einn Y litning. 

XY. Kynlitningar karls. Karlar hafa einn X litning og einn Y litning. Karl hefur erft X litning sinn frá móður og Y litning sinn frá föður. 

Kynlitningar konu. XX. Konur hafa að jafnaði tvo X litninga. Hún hefur erft einn frá hvoru foreldri. 

Leg. Uterus. Læknisfræðilegt heiti legsins. 

Leg.  Womb. Sá hluti kvenlíkamans sem barn þroskast í á meðgöngu. 

Leggöng. Vagina. Tenging legs við ytri kynfæri. Fæðingarvegur. 

Legvatnsástunga. Amniocentesis. Rannsókn sem gerð er til þess að rannsaka litninga eða gen fósturs. Fóstrið er umlukið legvatni. Það inniheldur frumur frá húð fóstursins. Svolítið sýni er tekið af legvatninu með því að stinga grannri nál í gegn um kviðvegg móðurinnar. Sýnið er sent á rannsóknarstofu. 

Litningar.  Chromosomes. Þráðlaga stafir sem hægt er að sjá í smásjá. Á litningunum eru genin. Fólk hefur að öllu jöfnu 46 litninga í frumum sínum. Eitt sett af 23 litningum sem erfist frá móður og eitt sett af 23 litningum sem erfist frá föður.

Litningagerð. Karyotype. Lýsing á fjölda og gerð litninga hjá einstaklingi. 

Neikvæð niðurstaða. Negative result. Niðurstaða sem sýnir að einstaklingur sem fór í rannsókn hefur ekki breytinguna sem prófað var fyrir. 

Nýtt. De novo.
Þetta hugtak er komið úr latínu og merki “úr nýju”. Það er notað t.d. til að lýsa geni eða litningi sem er “ný” hjá barni, þ.e. báðir foreldrar þess hafa eðlilega litninga og gen.

Ójöfn yfirfærsla.  Unbalanced translocation. Yfirfærsla þar sem umröðun litninga hefur bætt við eða týnt hluta af erfðaefninu/litningum. Eða jafnvel hvorutveggja. Það getur gerst t.d. þegar foreldri með jafna yfirfærslu eignast barn.

Ómskoðun. Ultrasound scan.
Sársaukalaus rannsókn þar sem hljóðbylgjur eru notaðar til að skapa mynd af fóstrinu á meðgöngu. Ómskoðun er framkvæmd með því að renna haus ómtækisins yfir kvið móðurinnar eða með því að setja það í leggöng. 

Ríkjandi A-litnings erfðir. Autosomal dominant genetic conditions.
Þá kemur sjúkdómur eða ástand fram þó einstaklingur erfi aðeins eitt breytt (stökkbreytt) gen frá öðru hvoru foreldri sinna. Breytta genið ríkir þá yfir því óbreytta

Samrunayfirfærsla.  Robertsonian translocation. 

Þetta heiti er notað þegar einn litningur festist við annan. 

Sjálfs-.  Autosomal.
Í flestum frumum líkamans eru 23 pör af litningum. Pörin eru númeruð frá 1-22. Af pörunum 23, eru 22 pör eins hjá körlum og konum og þeir litningar eru kallaðir A-litningar eða sjálfslitningar. Síðasta litningaparið, nr. 23, er hinsvegar mismunandi hjá körlum og konum. Þeir litningar eru kallaðir kynlitningar

Stökkbreyting.  Mutation.
Breyting á geni. Sumar breytingar á genum geta breytt upplýsingunum sem þau veita og orsaka að genið starfar ekki rétt. Það getur svo orsakað erfðasjúkdóm.

Strok.  Smear test.
Rannsókn sem mælt er með fyrir allar konur. Kannað er hvort breytingar finnast í frumum í leghálsi

Sæðisfruma.  Sperm.
Framlag föður til frumunnar sem mun vaxa og mynda nýja barnið. Hver sæðisfruma hefur 23 litninga, annan af hverju litningspari hjá föðurnum. Sæðisfruman sameinast egginu og úr verður frjóvguð fruma með 46 litningu. Barnið þroskast úr þessari fyrstu frumu

Tvöföldun. Duplication.
Óeðlilegar endurtekingar á erfðaefnisröðun í geni eða á litningi

Umhverfa. Inversion. 

Breyting í röð gena á ákveðnum litningi. Röðin hefur snúist við.

Úrfelling. Deletion.
Þegar hluti af erfðaefni hefur fallið ú tog vantar. Þetta hugtak er notað bæði um það þegar hluta vantar af geni eða litningi

Víkjandi A-litnings erfðir. Autosomal recessive genetic conditions.
Þá kemur sjúkdómur eða ástand einungis fram ef einstaklingur erfir sama breytta genið frá báðum foreldrum sínum. Einstaklingur sem hefur aðeins eitt breytt gen er arfberi sem ekki hefur nein einkenni. 

Yfirfærsla. Translocation. Umröðun litninga (erfðaefnis).
Yfirfærsla verður þegar hluti eða hlutar af litningi/um brotna af og tengjast litningum á nýjum stað. 

X litningur. X-chromosome.
Annar tveggja kynlitninga. Konur hafa tvo X litninga. Karlar hafa að jafnaði einn X litning og einn Y litning. 

Y litningur. Y chromosome.
Annar tveggja kynlitninga. Karlar hafa einn Y litning og einn X litning. Konur hafa tvo X litninga

Ættartré. Family tree. T
eikning sem sýnir hverjir í fjölskyldu hafa og hafa ekki þann erfðasjúkdóm (ástand?) sem um ræðir. Einnig sést hvernig skyldleika er háttað innan fjölskyldunnar. 

Hér á eftir eru ensku orðin fyrst.  

Amniocentesis. Legvatnsástunga. 
Rannsókn sem gerð er til þess að rannsaka litninga eða gen fósturs. Fóstrið er umlukið legvatni. Það inniheldur frumur frá húð fóstursins. Svolítið sýni er tekið af legvatninu með því að stinga grannri nál í gegn um kviðvegg móðurinnar. Sýnið er sent á rannsóknarstofu. 

Autosomal. Sjálfs-.
Í flestum frumum líkamans eru 23 pör af litningum. Pörin eru númeruð frá 1-22. Af pörunum 23, eru 22 pör eins hjá körlum og konum og þeir litningar eru kallaðir A-litningar eða sjálfslitningar. Síðasta litningaparið, nr. 23, er hinsvegar mismunandi hjá körlum og konum. Þeir litningar eru kallaðir kynlitningar

Autosomal dominant genetic conditions. Ríkjandi A-litnings erfðir. Þá kemur sjúkdómur eða ástand fram þó einstaklingur erfi aðeins eitt breytt (stökkbreytt) gen frá öðru hvoru foreldri sinna. Breytta genið ríkir þá yfir því óbreytta

Autosomal recessive genetic conditions. Víkjandi A-litnings erfðir. Þá kemur sjúkdómur eða ástand einungis fram ef einstaklingur erfir sama breytta genið frá báðum foreldrum sínum. Einstaklingur sem hefur aðeins eitt breytt gen er arfberi sem ekki hefur nein einkenni. 

Balanced translocation. Jöfn yfirfærsla.
Yfirfærsla þar sem ekkert erfðaefni á litningunum hefur bæst við eða tapast en bygging litninga er breytt. Einstaklingur með jafna yfirfærslu hefur að öllu jöfnu ekki einkenni vegna þess.

Carrier. Arfberi.
Einstaklingur sem að öllu jöfnu hefur ekki einkenni en ber eitt breytt sjúkdómsvaldandi gen. Þegar um er að ræða A-litnings víkjandi sjúkdóma, er einstaklingurinn að jafnaði ekki með einkenni. Ef um er að ræða A-litnings ríkjandi sjúkdóma, munu einkenni koma fram seinna á ævinni.

Carrier (of a chromosome translocation). Arfberi fyrir jafna yfirfærslu.
Einstaklingur með jafna yfirfærslu á litningum hefur að öllu jöfnu ekki einkenni vegna þess.

Cell. Fruma.
Líkami mannsins er gerður úr milljörðum frumna. Frumur líkamans eru mismunandi að gerð og útliti og hafa mismunandi hlutverk. Allar frumur (nema egg hjá konum og sæðisfrumur hjá korlum)  innihalda tvö eintök af hverju geni. 

Chorionic villus sampling. Fylgjusýnataka (CVS).
Rannsókn sem gerð er á meðgöngu. Tekið er lítið sýni úr fylgjunni til að rannsaka litninga eða gen fósturs vegna ákveðinna erfðasjúkdóma. 

Chromosomes. Litningar.
Þráðlaga stafir sem hægt er að sjá í smásjá. Á litningunum eru genin. Fólk hefur að öllu jöfnu 46 litninga í frumum sínum. Eitt sett af 23 litningum sem erfist frá móður og eitt sett af 23 litningum sem erfist frá föður.

Conception. Frjóvgun.
Samruni eggs og sæðisfrumu sem myndar fyrstu frumu fóstursins. 

Deletion. Úrfelling.
Þegar hluti af erfðaefni hefur fallið ú tog vantar. Þetta hugtak er notað bæði um það þegar hluta vantar af geni eða litningi

De novo. Nýtt.
Þetta hugtak er komið úr latínu og merki “úr nýju”. Það er notað t.d. til að lýsa geni eða litningi sem er “ný” hjá barni, þ.e. báðir foreldrar þess hafa eðlilega litninga og gen.

DNA. Efnasamband sem genin eru búin til úr og inniheldur upplýsingar sem líkaminn þarf til að starfa rétt. 

Duplication. Tvöföldun. 

Óeðlilegar endurtekingar á erfðaefnisröðun í geni eða á litningi

Egg.
Hluti móðurinnar í fyrstu frumu barnsins. Eggið inniheldur 23 litninga, annan úr hverju pari af litningum móðurinnar. Eggið sameinast sæðisfrumunni og úr verður fruma með 46 litningum. Barnið þroskast úr þessari fyrstu frumu

Embryo. Fósturvísir.
Fyrsta stig fósturþroskans. Fósturvísirinn verður til úr fyrstu frumunni á fyrstu stigum meðgöngunnar, eftir að sæðisfruman frjóvgar eggið. Fósturvísir lítur ekki út eins og barn en frumurnar munu þroskast í barn með tímanum. Fósturvísar geta vaxið utan legsins fyrstu dagana. 

Family tree. Ættartré.
Teikning sem sýnir hverjir í fjölskyldu hafa og hafa ekki þann erfðasjúkdóm (ástand?) sem um ræðir. Einnig sést hvernig skyldleika er háttað innan fjölskyldunnar. 

Fetus. Fóstur.
Notað um tímabilið frá því fósturvísirinn verður að barni. Þ.e. frá 9. viku eftir frjóvgun að fæðingu. 

Gene. Gen.
Upplýsingar sem líkaminn þarfnast til að starfa rétt eru geymdar sem efnasambönd á litningunum. 

Genetic. Erfðatengt.
Hefur með gen að gera eða orsakast af genum. 

Genetic condition. Erfðasjúkdómur. Erfðavandamál. Sjúkdómur eða einkenni (ástand) sem orsakast af breytingu á litningi eða geni.

Genetic counselling. Erfðaráðgjöf.
Upplýsingar og stuðningur fyrir fólk sem hefur áhyggjur af ástandi (sjúkdómi) sem hugsanlega er vegna breytinga í geni/genum/litningum.

Genetic counsellor. Erfðaráðgjafi.
Sérfræðingur sem veitir upplýsingar og stuðning þeim sem áhyggjur hafa af ástandi (sjúkdómi) sem hugsanlega er erfðatengt. 

Genetic test. Erfðarannsókn.
Rannsókn sem getur leitt í ljós hvort um er að ræða breytingu á ákveðnum litningi eða geni. Oftast er um að ræða blóðrannsókn eða sýni úr líkamsvef. Frekari upplýsingar er að finna í bæklingnum Hvað er erfðarannsókn? 

Hereditary condition. Arfgengt ástand.
Einkenni eða ástand sem erfist.

Insertion. Innskot.
Þegar aukabútur af erfðaefni er til staðar á litningi eða geni

Inversion. Umhverfa.
Breyting í röð gena á ákveðnum litningi. Röðin hefur snúist við.

Karyotype. Litningagerð.
Lýsing á fjölda og gerð litninga hjá einstaklingi. 

Miscarriage. Fósturlát.
Þegar meðganga endar með fósturláti snemma á meðgöngu, áður en barnið getur lifað utan móðurlífs

Mutation. Stökkbreyting.
Breyting á geni. Sumar breytingar á genum geta breytt upplýsingunum sem þau veita og orsaka að genið starfar ekki rétt. Það getur svo orsakað erfðasjúkdóm (ástand?)

Negative result. Neikvæð niðurstaða.
Niðurstaða sem sýnir að einstaklingur sem fór í rannsókn hefur ekki breytinguna sem prófað var fyrir. 

Nuchal translucency test. Hnakkaþykktarmæling.
Gerð er ómskoðun og mæld stærðin á  vökvafylltu svæði á hnakka barnsins. Ef barnið er með fæðingargalla (t.d. Downs heilkenni), getur hnakkaþykktin verið óeðlileg. 

Ovary / ovaries. Eggjastokkar.
Líffæri sem framleiðir egg í líkama konunnar. 

Placenta. Fylgja.
Fylgjan liggur við vegg legsins á meðgöngu. Fóstrið fær næringu sína úr fylgjunni. Fylgjan verður til úr sama frjóvgaða egginu og fóstrið og hefur því að öllu jöfnu samskonar gen og það. 

Positive result. Jákvæð niðurstaða.
Niðurstaða úr rannsókn sem sýnir að viðkomandi hefur þá breytingu í geni. 

Predictive testing. Forspárrannsókn.
Erfðarannsókn vegna sjúkdóms sem hugsanlega kemur fram seinna á ævinni. Þegar erfðarannsókn er gerð vegna sjúkdóms sem mun næstum örugglega koma fram í framtíðinni, er stundum kallað forspárrannsókn.

Prenatal diagnosis. Fósturgreining.
Rannsókn sem gerð er á meðgöngu til að ákvarða hvort fóstur sé með erfðasjúkdóm eða ekki. 

Reciprocal translocation. Gagnkvæm yfirfærsla.
Þetta heiti er notað um yfirfærslu þar sem tveir bútar brotna af tveim mismunandi litningum og víxla staðsetningu sinni hver við annan.

Ring chromosome. Hringlitningur.
Þetta heiti er notað þegar litningur límist saman á endunum og hringur myndast.  

Robertsonian translocation. Samrunayfirfærsla. 

Þetta heiti er notað þegar einn litningur festist við annan. 

Sex chromosomes. Kynlitningar.
X-litningur og Y litningur. Kynlitningar ákvarða hvort einstaklingur verður karl eða kona. Konur eru með tvo X litninga. Karlar eru með einn X litning og einn Y litning. 

Sex linked condition. Kynbundnar erfðir.
Ástand sem erfist kynbundið. 

Smear test. Strok.
Rannsókn sem mælt er með fyrir allar konur. Kannað er hvort breytingar finnast í frumum í leghálsi

Sperm. Sæðisfruma.
Framlag föður til frumunnar sem mun vaxa og mynda nýja barnið. Hver sæðisfruma hefur 23 litninga, annan af hverju litningspari hjá föðurnum. Sæðisfruman sameinast egginu og úr verður frjóvguð fruma með 46 litningu. Barnið þroskast úr þessari fyrstu frumu

Translocation. Yfirfærsla.
Umröðun litninga (erfðaefnis). Yfirfærsla verður þegar hluti eða hlutar af litningi/um brotna af og tengjast litningum á nýjum stað. 

Ultrasound scan. Ómskoðun.
Sársaukalaus rannsókn þar sem hljóðbylgjur eru notaðar til að skapa mynd af fóstrinu á meðgöngu. Ómskoðun er framkvæmd með því að renna haus ómtækisins yfir kvið móðurinnar eða með því að setja það í leggöng. 

Unbalanced translocation. Ójöfn yfirfærsla.
Yfirfærsla þar sem umröðun litninga hefur bætt við eða týnt hluta af erfðaefninu/litningum. Eða jafnvel hvorutveggja. Það getur gerst t.d. þegar foreldri með jafna yfirfærslu eignast barn.

Uterus. Leg. Læknisfræðilegt heiti legsins. 

Vagina. Leggöng.
Tenging legs við ytri kynfæri. Fæðingarvegur. 

Womb. Leg. 
Sá hluti kvenlíkamans sem barn þroskast í á meðgöngu. 

X-chromosome. X litningur.
Annar tveggja kynlitninga. Konur hafa tvo X litninga. Karlar hafa að jafnaði einn X litning og einn Y litning. 

X-linked conditions. Kynbundnar erfðir (X-litnings tengdar erfðir) sjúkdóma eða ástands.
Arfgengur sjúkdómur sem orsakast af stökkbreytingu (breytingu) í geni á X litningi. X-litnings tengdir sjúkdómar eru t.d. hemophilia, Duchenne muscular dystrophy og fragile X heilkenni. 

XX. Kynlitningar konu.
Konur hafa að jafnaði tvo X litninga. Hún hefur erft einn frá hvoru foreldri. 

XY. Kynlitningar karls.
Karlar hafa einn X litning og einn Y litning. Karl hefur erft X litning sinn frá móður og Y litning sinn frá föður. 

Y chromosome. Y litningur.
Annar tveggja kynlitninga. Karlar hafa einn Y litning og einn X litning. Konur hafa tvo X litninga

Algeng orð og hugtök 

í erfðafræði

Upplýsingar fyrir sjúklinga og fjölskyldur

2

3

4

5

6

  7

8

Vefsíður þar sem finna má orðasöfn í erfðafræði á íslensku:

www.gen.is

www.lifvisir.hi.is

Vinnan við bæklinginn var studd af EuroGentest, EU_FP6 stuðningur samkvæmt NoE samningi nr. 512148.

Þýtt og staðfært af Vigdísi Stefánsdóttur erfðaráðgjafa og Jóni Jóhannesi Jónssyni yfirlækni á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala. 

Teikningar: Rebecca J Kent

www.rebeccajkent.com

rebecca@rebeccajkent.com

Hér á eftir eru ensku orðin fyrst.

Amniocentesis (Legvatnsástunga)Rannsókn sem gerð er til þess að rannsaka litninga eða gen fósturs. Fóstrið er umlukið legvatni. Það inniheldur frumur frá húð fóstursins. Svolítið sýni er tekið af legvatninu með því að stinga grannri nál í gegn um kviðvegg móðurinnar. Sýnið er sent á rannsóknarstofu.Autosomal (Sjálfslitningar)Í flestum frumum líkamans eru 23 pör af litningum. Pörin eru númeruð frá 1-22. Af pörunum 23, eru 22 pör eins hjá körlum og konum og þeir litningar eru kallaðir A-litningar eða sjálfslitningar. Síðasta litningaparið, nr. 23, er hinsvegar mismunandi hjá körlum og konum. Þeir litningar eru kallaðir kynlitningar.Autosomal dominant genetic conditions. (Ríkjandi A-litnings erfðir.)Þá kemur sjúkdómur eða ástand fram þó einstaklingur erfi aðeins eitt breytt (stökkbreytt) gen frá öðru hvoru foreldri sinna. Breytta genið ríkir þá yfir því óbreytta.Autosomal recessive genetic conditions (Víkjandi A-litnings erfðir)Þá kemur sjúkdómur eða ástand einungis fram ef einstaklingur erfir sama breytta genið frá báðum foreldrum sínum. Einstaklingur sem hefur aðeins eitt breytt gen er arfberi sem ekki hefur nein einkenni.Balanced translocation (Jöfn yfirfærsla)Yfirfærsla þar sem ekkert erfðaefni á litningunum hefur bæst við eða tapast en bygging litninga er breytt. Einstaklingur með jafna yfirfærslu hefur að öllu jöfnu ekki einkenni vegna þess.Carrier (Arfberi)Einstaklingur sem að öllu jöfnu hefur ekki einkenni en ber eitt breytt sjúkdómsvaldandi gen. Þegar um er að ræða A-litnings víkjandi sjúkdóma, er einstaklingurinn að jafnaði ekki með einkenni. Ef um er að ræða A-litnings ríkjandi sjúkdóma, munu einkenni koma fram seinna á ævinni.Arfberi fyrir jafna yfirfærslu (Carrier of a chromosome translocation)Einstaklingur með jafna yfirfærslu á litningum hefur að öllu jöfnu ekki einkenni vegna þess.Cell (Fruma)Líkami mannsins er gerður úr milljörðum frumna. Frumur líkamans eru mismunandi að gerð og útliti og hafa mismunandi hlutverk. Allar frumur (nema egg hjá konum og sæðisfrumur hjá korlum) innihalda tvö eintök af hverju geni.Chorionic villus sampling (Fylgjusýnataka — CVS)Rannsókn sem gerð er á meðgöngu. Tekið er lítið sýni úr fylgjunni til að rannsaka litninga eða gen fósturs vegna ákveðinna erfðasjúkdóma.Chromosomes (Litningar)Þráðlaga stafir sem hægt er að sjá í smásjá. Á litningunum eru genin. Fólk hefur að öllu jöfnu 46 litninga í frumum sínum. Eitt sett af 23 litningum sem erfist frá móður og eitt sett af 23 litningum sem erfist frá föður.Conception (Frjóvgun)Samruni eggs og sæðisfrumu sem myndar fyrstu frumu fóstursins.Deletion (Úrfelling)Þegar hluti af erfðaefni hefur fallið út og vantar. Þetta hugtak er notað bæði um það þegar hluta vantar af geni eða litningi.De novo (Nýtt)Þetta hugtak er komið úr latínu og merki “úr nýju”. Það er notað t.d. til að lýsa geni eða litningi sem er “ný” hjá barni, þ.e. báðir foreldrar þess hafa eðlilega litninga og gen.DNA.Efnasamband sem genin eru búin til úr og inniheldur upplýsingar sem líkaminn þarf til að starfa rétt.Duplication (Tvöföldun)Óeðlilegar endurtekingar á erfðaefnisröðun í geni eða á litningi.EggHluti móðurinnar í fyrstu frumu barnsins. Eggið inniheldur 23 litninga, annan úr hverju pari af litningum móðurinnar. Eggið sameinast sæðisfrumunni og úr verður fruma með 46 litningum. Barnið þroskast úr þessari fyrstu frumu.Embryo (Fósturvísir)Fyrsta stig fósturþroskans. Fósturvísirinn verður til úr fyrstu frumunni á fyrstu stigum meðgöngunnar, eftir að sæðisfruman frjóvgar eggið. Fósturvísir lítur ekki út eins og barn en frumurnar munu þroskast í barn með tímanum. Fósturvísar geta vaxið utan legsins fyrstu dagana.Family tree (Ættartré)Teikning sem sýnir hverjir í fjölskyldu hafa og hafa ekki þann erfðasjúkdóm (ástand?) sem um ræðir. Einnig sést hvernig skyldleika er háttað innan fjölskyldunnar.Fetus (Fóstur)Notað um tímabilið frá því fósturvísirinn verður að barni. Þ.e. frá 9. viku eftir frjóvgun að fæðingu.Gene (Gen)Upplýsingar sem líkaminn þarfnast til að starfa rétt eru geymdar sem efnasambönd á litningunum.Genetic (Erfðatengt)Hefur með gen að gera eða orsakast af genum.Genetic condition (Erfðasjúkdómur. Erfðavandamál)Sjúkdómur eða einkenni (ástand) sem orsakast af breytingu á litningi eða geni.Genetic counselling (Erfðaráðgjöf.)Upplýsingar og stuðningur fyrir fólk sem hefur áhyggjur af ástandi (sjúkdómi) sem hugsanlega er vegna breytinga í geni/genum/litningum.Genetic counsellor (Erfðaráðgjafi)Sérfræðingur sem veitir upplýsingar og stuðning þeim sem áhyggjur hafa af ástandi (sjúkdómi) sem hugsanlega er erfðatengt.Genetic test (Erfðarannsókn)Rannsókn sem getur leitt í ljós hvort um er að ræða breytingu á ákveðnum litningi eða geni. Oftast er um að ræða blóðrannsókn eða sýni úr líkamsvef. Frekari upplýsingar er að finna í bæklingnum Hvað er erfðarannsókn?Hereditary condition (Arfgengt ástand)Einkenni eða ástand sem erfist.Insertion (Innskot)Þegar aukabútur af erfðaefni er til staðar á litningi eða geni.Inversion (Umhverfa)Breyting í röð gena á ákveðnum litningi. Röðin hefur snúist við.Karyotype (Litningagerð)Lýsing á fjölda og gerð litninga hjá einstaklingi.Miscarriage (Fósturlát)Þegar meðganga endar með fósturláti snemma á meðgöngu, áður en barnið getur lifað utan móðurlífs.Mutation (Stökkbreyting)Breyting á geni. Sumar breytingar á genum geta breytt upplýsingunum sem þau veita og orsaka að genið starfar ekki rétt. Það getur svo orsakað erfðasjúkdóm (ástand?)Negative result (Neikvæð niðurstaða)Niðurstaða sem sýnir að einstaklingur sem fór í rannsókn hefur ekki breytinguna sem prófað var fyrir.Nuchal translucency test (Hnakkaþykktarmæling)Gerð er ómskoðun og mæld stærðin á vökvafylltu svæði á hnakka barnsins. Ef barnið er með fæðingargalla (t.d. Downs heilkenni), getur hnakkaþykktin verið óeðlileg.Ovary / ovaries (Eggjastokkar)Líffæri sem framleiðir egg í líkama konunnar.Placenta (Fylgja)Fylgjan liggur við vegg legsins á meðgöngu. Fóstrið fær næringu sína úr fylgjunni. Fylgjan verður til úr sama frjóvgaða egginu og fóstrið og hefur því að öllu jöfnu samskonar gen og það.Positive result (Jákvæð niðurstaða)Niðurstaða úr rannsókn sem sýnir að viðkomandi hefur þá breytingu í geni.Predictive testing (Forspárrannsókn)Erfðarannsókn vegna sjúkdóms sem hugsanlega kemur fram seinna á ævinni. Þegar erfðarannsókn er gerð vegna sjúkdóms sem mun næstum örugglega koma fram í framtíðinni, er stundum kallað forspárrannsókn.Prenatal diagnosis (Fósturgreining)Rannsókn sem gerð er á meðgöngu til að ákvarða hvort fóstur sé með erfðasjúkdóm eða ekki.Reciprocal translocation (Gagnkvæm yfirfærsla)Þetta heiti er notað um yfirfærslu þar sem tveir bútar brotna af tveim mismunandi litningum og víxla staðsetningu sinni hver við annan.Ring chromosome (Hringlitningur)Þetta heiti er notað þegar litningur límist saman á endunum og hringur myndast.Robertsonian translocation (Samrunayfirfærsla)Þetta heiti er notað þegar einn litningur festist við annan.Sex chromosomes (Kynlitningar)X-litningur og Y litningur. Kynlitningar ákvarða hvort einstaklingur verður karl eða kona. Konur eru með tvo X litninga. Karlar eru með einn X litning og einn Y litning.Sex linked condition (Kynbundnar erfðir)Ástand sem erfist kynbundið.Smear test (Strok)Rannsókn sem mælt er með fyrir allar konur. Kannað er hvort breytingar finnast í frumum í leghálsi.Sperm (Sæðisfruma)Framlag föður til frumunnar sem mun vaxa og mynda nýja fóstrið. Hver sæðisfruma hefur 23 litninga, annan litning í hverju litningspari hjá föðurnum. Sæðisfruman sameinast egginu og úr verður frjóvguð fruma með 46 litningum. Fóstrið þroskast úr þessari fyrstu frumu.Translocation (Yfirfærsla)Umröðun á erfðaefni litninga. Yfirfærsla verður þegar hluti eða hlutar af litningi/um brotna af og tengjast litningum á nýjum stað.Ultrasound scan (Ómskoðun)Sársaukalaus rannsókn þar sem hljóðbylgjur eru notaðar til að skapa mynd af fóstrinu á meðgöngu. Ómskoðun er framkvæmd með því að renna haus ómtækisins yfir kvið móðurinnar eða með því að setja það í leggöng.Unbalanced translocation (Ójöfn yfirfærslaYfirfærsla þar sem umröðun litninga hefur bætt við eða týnt hluta af erfðaefninu/litningum. Eða jafnvel hvorutveggja. Það getur gerst t.d. þegar foreldri með jafna yfirfærslu eignast barn.Uterus (Leg.)Læknisfræðilegt heiti legsins.Vagina (Leggöng)Tenging legs við ytri kynfæri. Fæðingarvegur.Womb (Leg)Sá hluti kvenlíkamans sem barn þroskast í á meðgöngu.X-chromosome (X litningur)Annar tveggja kynlitninga. Konur hafa tvo X litninga. Karlar hafa að jafnaði einn X litning og einn Y litning.X-linked conditions (Kynbundnar erfðir eða X-litnings tengdar erfðir) sjúkdóma eða ástands)Arfgengur sjúkdómur sem orsakast af stökkbreytingu (breytingu) í geni á X litningi. X-litnings tengdir sjúkdómar eru t.d. hemophilia, Duchenne muscular dystrophy og fragile X heilkenni.XX (Kynlitningar konu)Konur hafa að jafnaði tvo X litninga. Hún hefur erft einn frá hvoru foreldri.XY (Kynlitningar karls)Karlar hafa einn X litning og einn Y litning. Karl hefur erft X litning sinn frá móður og Y litning sinn frá föður.Y chromosome (Y litningur)Annar tveggja kynlitninga. Karlar hafa einn Y litning og einn X litning. Konur hafa tvo X litninga.