Erfðaráðgjöf á meðgöngu eða vegna ófædds barns er boðin þegar það á við. Ástæður fyrir því að beðið er um erfðaráðgjöf á meðgöngu geta verið margvíslegar en hér að neðan eru nokkrar þeirra tilgreindar:
- Arfgengur sjúkdómur hefur greinst hjá nánum ættingja
- Þekktur erfðasjúkdómur er í ætt
- Fósturskimun gefur vísbendingar um fósturgalla
- Barn með alvarlegan fæðingargalla hefur fæðst í fjölskyldunni
- Verðandi móðir hefur misst fóstur þrisvar sinnum eða oftar
- Foreldrar hafa eignast andvana barn
- Náinn skyldleiki er á milli foreldra
- Verðandi foreldrar geta sjálfir óskað eftir erfðaráðgjöf eða fengið tilvísun frá lækni eða ljósmóður.